
Ragnar Trausti er sjálflærður myndlistarmaður með aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur verið að fást við myndlist af alvöru síðan árið 2015 og vann þá með vatnsliti en hefur fært sig yfir í akrýl og blandaða tækni. Fyrir þann tíma hafði hann fengist við myndlist á einn eða annan hátt en móðir hans var myndlistarkona og hafði mikil áhrif á hann.
Ragnar lærði kvikmyndagerð í Stokkhólmi og síðar kvikmyndafræði við Háskóla Íslands og því sækir hann innblástur í kvikmyndir og pop-menningu og reynir að fanga tón og tilfinningu kvikmynda og þekktra minna úr pop-menningunni sem hann síðan yfirfærir í abstrakt verk sín.