Flokkur: Stella Sæmunds

Ég er fædd og bý í Reykjavík, lærði fyrst meðferð olíulita frá móður minni en hún málaði verk á striga og var einnig mjög flinkur postulínsmálari. Hef í gegnum árin sótt námskeið í módelteikningu, vatnslitun/olíulitun sem og í keramikgerð, silkiþrykki, silfursmíði, glerskurði ofl. en er að mestu sjálflærð í málaralistinni og er nú að vinna með akrýlmálningu/ vatnsliti á striga og prófa mig áfram með mismunandi áhöld og tækni. Hafði í um 9 ár vinnustofu heima og fékkst helst við teikningar og blandaða tækni. Hannaði og seldi veggjalist erlendis í gegnum netverslanir í fjölda ára. 
Er ég ákvað að leggja meiri áherslu á málverkið 2021 færði ég mig yfir í vinnustofur utan heimilis, fyrst í skipholti, svo til Phenomenon/ Fyrirbæri á Ægisgötu og tók þátt í samtímalistasýningu þar des 2022. og var með einkasýningu í Hannesarholti yfir jólin 2023.
 
Innblástur minn kemur helst frá eigin ofvirka innri hugarheim sem og tengslum hugans við náttúruna, því hvernig okkar innri og ytri heimar tengjast öðrum og virka á hvorn annan. Ég túlka á striganum orkuna sem fer í  krefjandi hugsanir um flókin málefni sem er öðrum ósýnileg og vinn mikið með form höfuðsins sem vísar í okkar ósýnilega innri heim sem tengist svo lífinu öllu, hvernig við sjáum það, upplifum og mótum.  

Oft má sjá skírskotun til bergmyndanna, fjalla osfv. formum í kringum höfuð, hugurinn er í mínum augum álíkur náttúrunni, stundum logn og blíða en á tímum mikil umbrot

Sía:

fáanlegt
0 valið Endurstilla
verð
Hæsta verðið er kr65,000 Endurstilla
kr
kr

14 vörur

Sía og flokka

Sía og flokka

14 vörur

fáanlegt
verð

Hæsta verðið er kr65,000

kr
kr

14 vörur