Skilmálar Peintera

Greiðslumáti og trúnaður.

Greiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor en þar er hægt að greiða með debet- og kreditkortum. Peintera heitir kaupanda að allar þær upplýsingar sem gefnar eru upp við viðskiptin séu bundnar trúnaði og ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Afhendingarleiðir

Seljandi skal ábyrgur fyrir afhendingu á sinni vöru og fer hún því fram án atbeina Peintera.

Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar. Eðlilegur afhendingatími vöru eru 1-10 virkir dagar frá því að pöntun hefur verið staðfest og er það mismunandi eftir vöru.

Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa
samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Peintera ber
samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara
týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Peintera til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. 

Afhendingarleiðir eru ákveðnar af seljendum, en tekið er fram undir vöru hvers seljanda hvaða flutningsleiðir hann bíður uppá. Vinsamlegast lesið afhendingarmáta seljanda áður en gengið er frá kaupum.

Skil á vöru

Ef kaupandi er ekki sáttur með þá vöru sem hann hefur keypt vinsamlegast hafðu samband við seljanda eða á netfangið peintera@peintera.com. Ef kaupandi er ekki sáttur með þá vöru sem hann hefur keypt þá fæst vörunni skipt innan 14 daga frá kaupum. Til að fá vöru endurgreidda þarf hún að vera í góðu ástandi, í upprunalegum umbúðum og í samræmi við 4. mgr. 22. gr. laga nr.16/2016. Einnig þarf að sýna kvittun eða aðra sönnun á greiðslu s.s. millifærslu með upphæð og dagsetningu. Sendingar og pósthúsagjöld fást ekki endurgreidd og er endursending ávalt á kostnað kaupanda nema sérstaklega samið hefur um annað.

Röng vöruafgreiðsla

Ef þú telur þig hafa fengið ranga vöru afgreidda, vinsamlegast hafðu þá samband beint við seljanda eða á netfangið peintera@peintera.com. Hafi sendandi gert mistök í afhendingu pöntunar er sendingarkostnaður vegna leiðréttingar afgreiðslunnar á kostnað sendanda.

Pöntunarstaðfesting 

Þegar þú hefur lokið pöntun á vefsvæði Peintera sendum við pöntunarstaðfestingu á netfangið sem þú gafst upp við pöntun. Í pöntunarstaðfestingunni kemur fram hvaða vara var keypt, afhendingarstaður, greiðslumáti og verð.


Ef þú þarft að fá pöntunarstaðfestinguna senda aftur, hafðu þá endilega samband við okkur með tölvupósti á netfangið peintera@peintera.com

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Verð á vöru og sendingarkostnaður

Sendingakostnaður bætist við áður en greiðsla fer
fram. Við sendum allar vörur með Íslandspósti á næsta pósthús nema annað sé tekið fram. 
Verð eru birt með fyrirvara um prentvillu.

 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

Skilmálar Peintera sem þriðja aðila 

Peintera er markaðstorg sem samanstendur af einstökum söluaðilum þriðja aðila sem bera ábyrgð á birgðum sínum og flutningi. Við bjóðum upp á vettvang, en Peintera framleiðir ekki vörur, heldur auglýsir hluti fyrir hönd seljenda okkar. Efnið sem hlaðið er upp á markað Peintera er hlaðið inn af starfsmönnum Peintera en efni sem er beint frá seljanda er hlaðið inn af þeim. Seljendur eru ábyrgir fyrir því að tryggja að rétt vara sé send og að hún sé send með í samræmi við valda flutningsleið, vel pökkuð inn og ósködduð.

Sem vettvangur listamanna, hönnuða og framleiðenda lítur Peintera hönnunar stuldur alvarlegum augum. Við fylgjum lögum um hönnunar stuld og bestu starfsvenjum til að viðhalda heiðarleika á okkar hönnunartorgi. Ef þú hefur grun um að um að einhver vara til sölu á vefsvæði Peintera.is, vinsamlegast hafðu samband við okkur á Peintera@peintera.com,

Peintera ber ekki ábyrgð á þeirri vöru sem seld er á vefsvæði peintera.is. Seljendur skulu einir bera ábyrgð á sinni vöru og þar á meðal þeim höfundarétti sem vörunni er viðkomandi.


Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilan
Peintera ehf, kt. 711013-1050

Símanr: 867-7545
Netfang: peintera@peintera.com.
Heimilisfang: Hringbraut 119, 101 Reykjavík


Peintera áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða
upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Contact form