Íris heiti ég og er verkfræðingur að mennt og hef lengst af starfað innan upplýsingatækni geirans. Hef alltaf haft gaman af því að skapa en sinnti því lítið sem ekkert í 15 ár sökum vinnu og barnauppeldis.

Síðasta árið hef ég tekið upp þráðinn aftur og nú mála ég fyrst og fremst mér til ánægju og yndisauka en finnst jafnframt virkilega gleðilegt ef aðrir geta notið verkanna minna.
Ég er mestmegnis að vinna með akrýl á striga og eru verkin mín öll abstrakt og unnin með blandaðri tækni. Ég vinn bæði með þemu og út í loftið, fyrst og fremst mála ég eftir líðan og því eru verkin mín mjög fjölbreytt. Ég merki verkin mín sjaldnast framan á svo fólk geti snúið þeim hvernig sem hentar en þau eru þó merkt á bakvið eins og ég sé fyrir mér að þau eigi að snúa.

Hægt er að hafa samband í gegnum Instagram reikninginn 1r1s_art fyrir sérpantanir.